ábyrgðarskilmálar
Almennt
Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er kvörtunar frestur fimm ár ef um er að ræða smásölu stærri raftækja sem ætla má að hafi lengri líftíma til neytenda.Ef um er að ræða sölu til annara lögaðila s.s. fyrirtækja og stofnanna er ábyrgðartíminn, þ.e.tímamörk til að bera fyrir sig galla á seldri vöru eitt ár frá því að seldum hlut var veitt viðtaka nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Ábyrgðin nær ekki yfir:
∙ Rekstrartengdar vörur (síur, olíur, kælimiðil o.þ.h.)
∙ Kostnað vegna ferða og vinnu vegna ísetningar varahluta
∙ Bilana vegna utanaðkomandi aðstæðna. (force majeure)
∙ Auka‐ eða varahluta sem settir eru í eða breytt af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila
∙ Bilana vegna rangra tenginga eða vanrækslu á viðhaldi og þjónustu s.s. óþrifa
∙ Bilana eða truflana í rekstri vegna rangrar notkunar
∙ Bilana vegna truflana á rafveitu, vatnslögnum eða hindrunar á loftflæði
∙ Bilana eða rekstrartruflana sem verða vegna bilana í tengdum búnaði frá þriðja aðila