ábyrgðarskilmálar
Almennt
Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er kvörtunar frestur fimm ár ef um er að ræða smásölu stærri raftækja sem ætla má að hafi lengri líftíma til neytenda.Ef um er að ræða sölu til annara lögaðila s.s. fyrirtækja og stofnanna er ábyrgðartíminn, þ.e.tímamörk til að bera fyrir sig galla á seldri vöru eitt ár frá því að seldum hlut var veitt viðtaka nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Ábyrgðin nær ekki yfir:
∙ Rekstrartengdar vörur (síur, olíur, kælimiðil o.þ.h.)
∙ Kostnað vegna ferða og vinnu vegna ísetningar varahluta
∙ Bilana vegna utanaðkomandi aðstæðna. (force majeure)
∙ Auka‐ eða varahluta sem settir eru í eða breytt af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila
∙ Bilana vegna rangra tenginga eða vanrækslu á viðhaldi og þjónustu s.s. óþrifa
∙ Bilana eða truflana í rekstri vegna rangrar notkunar
∙ Bilana vegna truflana á rafveitu, vatnslögnum eða hindrunar á loftflæði
∙ Bilana eða rekstrartruflana sem verða vegna bilana í tengdum búnaði frá þriðja aðila
ALMENNIR SKILMÁLAR VIÐ KAUP Á LOFT Í LOFT VARMADÆLU
Hér gefur að líta á skilmála fyrir staðlaða uppsetningu loft í loft varmadælu frá Fujitsu fyrir heimili og einkaaðila.
Innifalið í uppsetningu er:
– Allt að 6 tímar í vinnu á verkstað
– Allt að 4m lengd kælimiðils- og raflagna utanáliggjandi á vegg
– Hámarkshæð innihluta 2,5m yfir gólfi
– Veggfesting og gúmmípúðar fyrir útihluta hámarks hæð undir festingu 1,5m yfir sléttum fleti
– Eitt gat í útvegg Ø 45-55mm heildar þykkt að 300mm
– Gangsetning og prófun varmadælu
– Stutt kennsla á notkun fjarstýringar og útlistun á reglubundnu viðhaldi
– Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða)
– Akstur og ferðatími 100km. heild fram og til baka frá afgreiðslustað
Biðtími eftir upsetningu getur verið 2-5 vikur og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari
Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni við uppsetningar.
Aukakostnaður við uppsetningar á undirstöður aðrar en meðfylgjandi vinkla til festingar á vegg fellur á kaupanda enda sé slíkt gert að hans frumkvæði.
Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu inni- og útihluta varmadælunnar endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.
ALMENNIR SKILMÁLAR VIÐ KAUP Á WATERSTAGE LOFT Í VATN VARMADÆLU:
Innifalið í verði varmadælunnar er uppsetning og tenging raf- og kælimiðilslagna milli inni- og útihluta dælunnar, tenging við rafkerfi byggingarinnar og gangsetning.
Þetta miðast við að aðstæður séu þannig að innihluti varmadælu komi í kyndiklefa eða tæknirými byggingar og heildarlengd kælimiðilslagna milli inni og útihluta ekki lengri en 5m. Gert er ráð fyrir aðgengi að dreifiskáp rafmagns eða kvísl fyrir kyndingu í tæknirými með nauðsynlegum varnarbúnaði. Ef ekki er um slíkt að ræða sér kaupandi um lögn kvíslar frá dreifiskáp að innihluta varmadælunnar og greinakassa með nauðsynlegum sjálfvörum.
Afhendingarstaður við kaup er Reykjavík en almennt gildir um uppsetningar innan 50 km fjarlægðar frá afhendingarstað að varmadælan er flutt á uppsetningarstað kaupanda að kostnaðarlausu en kaupandi sér um fæði og uppihald á uppsetningartíma. Ef um meiri fjarlægðir er að ræða er kostnaður við fluttninga og ferðir vegna uppsetningar samkvæmt gildandi taxta eða samkomulagsatriði milli seljanda og kaupanda sem tiltekið er í tilboðum.
Kaupandi gerir allar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að koma fyrir búnaði og vegna tenginga við pípulagnakerfi byggingar, útvegar og tryggir samræmingu á vinnu pípulagnameistara og uppsetningaraðila svo ekki verði tafir á framkvæmdinni eða annar óþarfa kostnaður.
Innifalið í uppsetningu er:
– Allt að 10 tímar í vinnu á verkstað.
– Allt að 5m lengd kælimiðils- og raflagna utanáliggjandi á vegg.
– Uppsetning innihluta í kyndiklefa, verkkaupi gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja nægilegt gólf og /eða veggpláss fyrir búnað.
– Veggfesting og gúmmípúðar fyrir útihluta, hámarks hæð undir festingu 1,2m yfir sléttum fleti.
– Hámarkslengd rafstrengja að varmadælu frá töflu eða næsta tengistað er 5m.
– Eitt gat í útvegg Ø 55-60mm heildar þykkt að 300mm.
– Gangsetning og prófun varmadælu.
– Stutt kennsla á notkun búnaðar og útlistun á reglubundnu viðhaldi.
– Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða).
– Akstur og ferðatími 50km. (100km heild fram og til baka frá afgreiðslustað)
– Biðtími eftir afgreiðslu getur verið 2-5 vikur og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari
Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni vegna uppsetningar.
Varmadælunum fylgja vinklar til festingar á vegg, auka vinna og kostnaður við uppsetningar á aðrar undirstöður fellur á kaupanda.
Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu inni- og útihluta varmadælunnar endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.