Gastec var stofnað árið 2001 og var fyrstu 15 árin til húsa að Bíldshöfða 14. Markmið í upphafi var að þjóna málmiðnaðinum og öðrum atvinnugreinum sem best með gastæki, rafsuðuvélar, plasmaskurðarvélar, slípivörur, öryggisvörur og annan fylgibúnað. Við bættum svo við vörulínuna slípivörum fyrir málningar og réttingaverkstæði árið 2007 þegar Björn gekk til liðs við okkur. Árið 2014 bættum við bóni, massa og hreinsiefnum við vöruúrvalið. Í nóvember 2016 fluttum við svo í stærra og betra húsnæði að Vagnhöfða 9 þar sem allar vörur komust loks vel fyrir undir einu þaki.

Okkur hefur alltaf verið kappsmál að veita góða þjónustu við val á tækjum og búnaði sem við seljum. Við leggjum mikla áherslu á að þær vörur sem við flytjum inn séu fyrsta flokks hvað viðkemur gæðum og endingu. Við höfum verið leiðandi í að vera með góð verð á tækjum og rekstrarvörum fyrir viðskiptavini okkar. Þekking starfsmanna er víðtæk og við reynum að fylgjast með nýjungum og kynna þær sem best fyrir viðskiptavinum okkar.

Markmið okkar er að þjóna viðskiptavinum okkar á sem flestum sviðum málmiðnaðar og víðar, með gæða vörum á góðu verði. Okkar viðskiptamannahópur er stór og spannar alla flóru atvinnulífsins. Við erum sterkastir í vörum sem tengjast málmiðnaði og gasnotkun á einhvern hátt en við erum einnig með varmadælur, öryggisvörur, slípivörur fyrir bílasprautun og réttingar, rafmagnshjól og margt, margt fleira.

Gastec hefur verið framúrskarandi frá upphafi með áherslu á yfirgripsmikla þekkingu og vandaða þjónustu.
Við fylgjumst með nýjungum og reynum alltaf bjóða þér það besta. Frá upphafi höfum við leitað að vönduðum vörum og góðum frameliðendum. Við höfum haft að leiðarljósi einkunnarorðin ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA ásamt því að auglýsa ALLT TIL MÁLMSUÐU OG MÁLMSKURÐAR og erum alltaf að auka úrvalið.

Nýlega gerðist það svo að Creditinfo kom auga á framúrskarandi hæfni okkar, og það að við skráðum loks eiginlegan framkvæmdastjóra í fyrirtækjaskrá. Við það fengum við skjöld sem sannar að við erum vissulega framúrskarandi.